5.5.2009 | 10:40
Stöðnun stjórnvöld :-(
Góðan daginn góðir hálsar, ég er nýr í þessum ágæta blöggheimi. Ástæðan er ekki sú að ég hafi ekki haft áhuga fyrr, heldur frekar sú að ég hef ekki fengið mig fullsaddan fyrr en nú. Og þykir kominn tími á að láta í mér heyra. Ástæðan er að sjálfsögðu sú ömurlega stjórnsýsla sem er hér við lýði, og sú hrútlélega pólitík sem menn láta viðgangast. Ef menn eru ekki enn að kveikja er ég að tala um þá ríkisstjórn sem tók við af þeirra eigin sögn þrotabúi og seinagangi sjálfstæðismanna. Ekki ætla ég með þessari færslu að taka upp hanskann fyrir þann flokk heldur. En þegar sama fólk þ.e. Steingrímur og Jóhanna göluðu sem hæðst yfir seinagangi Sjálfstæðisflokksins þegar hann var við stjórn, hvað er þá hægt að gera með þau - þegar þau gera nákvæmlega það sama........og er seinagangurinn engu betri en í tíð sjálfsæðismanna.
Það er grátlegt til þess að vita að daginn eftir kostningar þegar helstu talsmenn stjórnmálaflokkanna mættu í sjónvarpið til að "túlka" kostningarúrslitin. Töluðu bæði Steingrímur og Jóhanna um það ,, að það þyrfti að setja kraft í viðræður milli þeirra" svo ég vitni nú í Orð Steingríms til þess að hægt væri að koma af stað aðgerðum í þágu heimilanna og atvinnulífsins og lögðu mikla áherslu á það. Þó það hafi verið augljóst að þau voru ekki alveg sammála um aðild að ESB.
Daginn eftir þessar umræður er allt í einu komið allt annað hljóð í skrokkinn - þá liggur allt í einu ekkert á, því að það er "starfhæf" ríkisstjórn og menn ætla taka sér tíma í það að tala saman. Þetta er náttúrulega tvískinungur af síðustu sort og ég biðst forláts ef orðið tvískinungur er ekki stafsett rétt. Þetta er náttúrulega bara afspyrnu lélegt leikrit sem Jóhanna og Steingrímur sem hefur nú loksins fengið ráðherrastól eftir 10 ára bið eru að setja á svið til að reyna að henda ryki í þjóðina og vonast til að hún sjái ekki í gegnum þetta allt saman og sjái þá staðreynd að AÐ SJÁLFSÖGÐU ERU MENN BARA AÐ REYNA HALDA DAUÐAHALDI Í RÁÐHERRASTÓLANNA SÍNA, og hefur Steingrímur greinilega fullt í fangi með það að halda í þá 2 eða 3 stóla sem hann settist sjálfur í.
Svo fékk ég algjörlega upp í kok í gær þegar Gylfi viðskiptaráðherra, kom í sjónvarðið og gerði bara hreinlega grín að þeirri slæmu stöðu sem margir eru komnir í og virtist hann ekki hafa nokkurn áhuga á því að koma til móts við það fólk og hljómaði bara eins og léleg rispuð plata og bilað vélmenni; ,, Greiðslujöfnun, frysting á eignum, vaxtabætur. Hann eins og hin, hefur greinilega miklu meiri áhuga á því að halda í stólinn sinn, frekar en að koma á móts við almenning í landinu.
Ég vona að menn og þá sérstaklega þetta ágæta fólk sjái sóma sinn í því að fara nú að horfast í augu við staðreyndir og sjái það að ef ekkert verður aðhafst, verður bara meiriháttar landsflótti og enn meiri ringulreið á næstu mánuðum. Eins og ekki sé nóg um það nú þegar.
Um bloggið
Magnús Ingi Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.